Eskifjörður er innfjörður úr Reyðarfirði norðanverðum. Sunnan megin við hann er Vöðlavík, með sendinni strönd og malarrifi. Búið var meðfram strönd Eskifjarðar allri út að Kaganesi sem er nær undirlendislaust undir Snæfugli, þangað liggur slóði. Norðmenn stunduðu síldveiðarvið Eskifjörð upp úr 1870 og höfðu aðsetur með strandlengjunni og má víða greina leifar þeirrar atvinnustarfsemi. Námuvinnsla á silfurbergi var í Helgustaðanámu frá 17 öld, fram á fyrri hluta 20. aldar og er göngustígur þangað frá Eskifirði. Á leið þangað er Mjóeyri sem er síðasti aftökustaður á Austurlandi og þar er rekin ferðaþjónusta. Börn og unglingar bæjarins hafa sett þar vegalengdaskilti til allra helstu staða heims. Þau hafa einnig markað útlínur hvals í fjörunni gengt bænum.
Eitt af því sem setur hlýlegan svip á Eskifjarðarkaupstað eru sjóhúsin sem standa út í fjörðinn. Sum þeirra eru lifandi söfn og frábært að heimsækja þau. Annað er Gamlabúð sem er sjóminja og atvinnuvegasafn, þar er sagan gerð lifandi og leiðsögnin frábær.
Listaverkið sem prýðir Hraðfrystihúsið er einnig virði skoðunarferðar.
Svo er Myllan og fossinn í Bleiksánni sem er upplýst árið um kring.Norðan fjarðarins gnæfa Askja og Hólmatindur sem eru einkennistákn fjarðarins.Milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar er ekið yfir Hólmaháls. Þar er völvuleiði sem vert er að skoða. Einnig er Hólmanes sem er friðlýstur fólkvangur neðan vegar. Þar eru gönguleiðir merktar og þar má finna fuglabjarg með tiltölulega auðveldu aðgengi. Á Eskifirði er golfvöllur, ný útisundlaug, gott íþróttahús, skóli og leikskóli, Þar er einnig heilsugæsla, lögreglustöð, og Sýslumannssetur.