Á Mjóeyri býðst gestum að skipuleggðir séu fyrir þá ýmiskonar afþreying s.s. veiðiferðir, skíðaferðir, svæðisleiðsögn, náttúruskoðun, köfun, ísklifur, fuglaskoðun, hellaskoðun, hreindýraleiðsögn, bátsferðir, hvataferðir, skoðunarferðir, kajakferðir, óvissuferðir, gönguferðir, stjörnu– og norðurljósaskoðun, hestaferðir, golf, gönguferð að flugvélaflaki ofl.. Í Fjarðabyggð eru einnig
fjölbreytt og skemmtileg söfn og margvíslegar söguslóðir.
Einnig er þar bátaleiga sem staðsett er í Randulffssjóhúsi. Bátarnir eru samtals 9, allir sex manna smábátar að gerðinni Corsiva 430. Bátarnir eru 4,3 metra langir og eru með 4hp Selva utanborðsmótora.
Í Randulffssjóhúsi eru langborð fyrir allt að áttatíu manns auk grill- og salernisaðstöðu. Á efri hæð hússins er verbúð síldarsjómannana í sinni upprunalegu mynd þar sem gestum gefst tækifæri til að kynna sér aðstæður sjó- og verkamanna hér á árum áður. Við bjóðum uppá ýmsar uppákomur í húsinu s.s. grillveislur, ættarmót og annan mannfagnað þar sem boðið er uppá hákarl og harðfisk sem framleiddur er á Eskifirði.

Meira um Randulffssjohus má finna hér.
Í Fjarðabyggð eru einnig fjölbreytt og skemmtileg söfn, frábærar sundlaugar og margvíslegar söguslóðir.

Síðasti aftökustaður á Austurlandi var á Mjóeyri. Þar var Eiríkur nokkur Þorlákssonur tekinn af lífi 30. september 1786 fyrir morð á tveimur mönnum. Lík Eiríks var dysjað nærri aftökustaðnum. Á dys hans er að finna upplýsingaskilti.Fjaran er skemmtilegur leikvangur; ofan við hana er að finna vegalengdir til nokkura merkra staða á heimskortinu.  Frá Mjóeyri er stutt í Helgustaðanámu. Hér er rekin myndarleg ferðaþjónusta sem býður upp á leiðsögn og allskyns ævintýri auk gistingar.

Fáðu nánari upplýsingar um hvað Mjóeyri hefur uppá að bjóða hér
Það er sama hvað þig langar að gera.. Mjóeyri reddar því!

www.Mjoeyri.is