Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni. Hún er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi. Þar var silfurberg numið úr jörðu frá 17. öld fram á fyrri hluta 20. aldar.
Helgustaðanáman er nú friðlýst sem náttúruvætti.
Silfurberg kallast sérlega tærir kristallar af steindinni kalsít. Enskt heiti silfurbergs er Iceland spar og er eitt fárra fyrirbæra úr ríki náttúrunnar sem kennt er við Ísland. Frá Helgustaðanámu er runnið megnið af því silfurbergi sem er að finna á söfnum víða um heim. Einkennandi fyrirsilfurbergskristalla á þessum stað er stærð þeirra, gegnsæi og tærleiki.Silfurbergið var notað í ýmis tæki, s.s. smásjár, áður en gerviefni komu til.

Staðsetning: Rétt fyrir utan Eskifjörð á leiðinni í Vöðlavík