Menningarhlutverk Eskifjarðarkirkju var endanlega staðfest með samstarfssamningi ríkis og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál á Austurlandi. Var þessi samningur samþykktur af viðkomandi aðilum á Seyðisfirði þann 14. maí árið 2001.

Menningarmiðstöðvarnar á Austurlandi eru þrjár. Skaftfell á Seyðisfirði sem er miðstöð myndlistar, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs sem er miðstöð sviðslista og svo Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð sem er miðstöð tónlistar.

Tónleikasalur Miðstöðvarinnar hentar vel til tónlistarflutnings af flestum toga. Hljómburður þar er einstakur og hönnun byggingar miðar að því að skapa sjón- og hljóðræna nánd milli flytjenda og tónleikagesta. Húsið er mjög vel tækjum búið og er aðbúnaður allur hinn glæsilegasti.

Þá er húsið einnig mjög hentugt til sýningahalds, hvers kyns ráðstefna og funda.

Heimasíðan er hér