Dagskrá göngu- og gleðivikunnar ,,Á fætur” í Fjarðabyggð 23.-30.júní 2012:

Laugardagur 23.júní
kl 10:00.
1. Göngu og bátsferð á Barðsneshorn og Sandfell 577m +
3 mismunandi útfærslur.
Mæting við Safnahúsið(rautt hús) í Miðbæ Neskaupstaðar þaðan sem bátur flytur fólk að Barðsnesi.
1. Gengið frá Barðsnesbænum og út með Rauðubjörgum og yfir á Mónes. Steingervinga í fjörunni leitað. Gengið út á Barðsneshorn og þaðan inn á Barðsnes.Leiðsögumaður Laufey Sveinsdóttir.
2. Gengið í Síðuskarð og þaðan á Sandfell.komið við í Afréttarskarði í bakaleiðinni og eggin gengin út að Skollaskarði.Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson.
3. Styttri söguganga á Barðsnesi með viðkomu í Skollaskarði á Vatnshól og við Rauðubjörg. Leiðsögumaður Sigurborg Hákonardóttir.
Báturinn tekin til baka um kl 18:00.
Fararstjóri Sævar Guðjónsson. Sími: 698-6980.
Verð kr. 3.000.-

Kl 20:00. Sólstöðuganga skorskor
2.Sólstöðuganga á Eyrartind í Fáskrúðsfirði 614m.
Mæting við gamla afleggjarann yfir Stöðvarskarð í sunnanverðum Fáskrúðsfirði.
Gengið upp gamla línuveginn sem liggur yfir Stöðvarskarð og þaðan að fjallinu Ketti á tindinn. Þægileg gönguleið við flestra hæfi og frábært útsýni yfir Fáskrúðsfjörð.
Fararstjóri: Eyþór Friðbergsson, sími: 865-2327.
Verð kr. 1.000.-

Kl 21:00
Kvöldvaka í Randulffssjóhúsi Eskifirði
Í umsjá Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð.
Þetta kvöld verður rifjuð upp sagan af hrakningum bresku hermannanna á Eskifjarðarheiði
20 janúar 1942.
Breskir hermenn mæta á svæðið ásamt fylgdardömum og leikin verður lifandi tónlist af Randulfunum.
Verð kr. 1.000.-

Sunnudagur 24.júní
Kl. 10.00
3.Helförin á Eskifjarðarheiði. Í fótspor bresku hermannanna. skorskorskor + skor
Mæting við Stríðsárasafn Íslands á Reyðarfirði
Safnið skoðað, hver veit nema hermenn mæti á svæðið.
Gengið frá Stríðsárasafninu um Svínadal,Hrævarskörð (744m) og Eskifjarðarheiði að Veturhúsum í Eskifjarðardal.
Þeir sem þora geta haldið áfram upp Svínadal og Tungudal til Eskifjarðar.
Magnús Pálsson frá Veturhúsum rifjar upp björgunarafrekið 20 janúar 1942 þegar heimilisfólkið bjargaði 48 hermönnum í hús.
Ekið til baka að Stríðsárasafninu fyrir þá sem þurfa.

Mjög krefjandi ganga fyrir göngugarpa.
Fararstjóri Sævar Guðjónsson. Gsm. 698-6980.
Verð kr. 2000.

Kl 18:00
4. Fjölskylduganga um Brekkuþorp í Mjóafirði. skor
Mæting við Hesteyri í Mjóafirði.
Söguganga um þéttbýlið í Mjóafirði þar sem gamlar og nýjar sögur verða rifjaðar upp og saga byggðarinnar rakin.
Fararstjóri Sigfús Vilhjálmsson (Fúsi á Brekku) 8936770
Verð kr. 1000.- kr. 2000 ganga og kvöldvaka í Sólbrekku.

Kl 20:00
Kvöldvaka og veitingar í Sólbrekku Mjóafirði
Í umsjá heimamanna.
Sögur sagðar og farið með gamanmál. Lifandi tónlist
Verð kr. 1500.- Súpa brauð og kaffi innifalið í verði.
Mánudagur 25.júní

Kl 10:00.
5. Gengið á Goðaborg 1132m (eitt af fjöllunum fimm í Fjarðabyggð) skorskorskor
Mæting við Tandrastaði í Fannardal Norðfirði
Fararstjórar: Róbert Beck, Fríða Bragadóttir og Kristinn Þorsteinsson. Sími:896-7766.
Verð kr. 1500.-

kl 17:30.
6. Fjölskylduganga í Páskahelli (Fólkvangur). skor
Mæting á bílastæðinu við vitann á Norðfirði.
Gengið um Urðir og út í Páskahelli. Efri leiðin farin til baka.
Plöntur,bergmyndanir og fuglalíf í fólkvanginum skoðað.
Æðislega falleg og létt gönguleið fyrir alla fjölskylduna.
Fararstjóri: Ína D. Gísladóttir. Sími: 894-5477.
Verð kr. 1.000.-

Kl 21:00. Kvöldvaka í Safnahúsinu á Norðfirði
Í umsjá Ferðafélags Fjarðamanna.
Sögur sagðar, lifandi tónlist og margt fl..
Verð kr.1.000-.

Þriðjudagur 26.júní
kl 10:00.
7. Gengið á Hólmatind 985m (eitt af fjöllunum fimm í Fjarðabyggð) skorskorskor
Mæting við Sómastaði í Reyðarfirði
Fararstjórar: Kristinn Þorsteinsson, Róbert Beck og Fríða Bragadóttir, sími:864-7694.
Verð kr. 1500.-

kl 17:30.
8. Furðustrandir – Fjöruferð frá Útstekk út að Borgarhól fyrir alla fjölskylduna skor
Mæting ofan við Útstekk við norðanverðan Reyðarfjörð.
Gengið niður Búðargil að Útstekk þar sem kaupstaður einokunarverslunar Dana var. Sögur frá þeim tíma rifjaðar upp. Gengið frá Útstekk eftir gömlum reiðleiðum um Breiðuvík að Borgarhól.
Eftir gönguna verður grill og kvöldvaka á Borgarhól og svo bílar sóttir inn að Útstekk.
Á sama tíma verður kajakklúbburinn Kaj með siglingu frá Borgarhól inn með landi og til baka.
Fararstjóri Sævar Guðjónsson, sími 698-6980
Verð í göngu, grill og kvöldvöku kr. 1.500.-
Kl 19:30
Kvöldvaka og grillveisla á Borgarhól.
Í umsjá Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð og Kajakklúbbsins Kaj.
Dansaður verður torfærudans á Borgarhólnum og vonandi verður veðrið með okkur í ár.
Allir sem vilja koma sjóleiðina velkomnir.
Lifandi tónlist. Verð kr. 1000.-

Hægt verður að prófa kajaka á Breiðuvíkurbótinni innan við Borgarhólinn.
Verð kr. 1000.-

Miðvikudagur 27.júní
kl 10:00.
9. Gengið á Hádegisfjall 809m (eitt af fjöllunum fimm í Fjarðabyggð) skorskorskor
Mæting á bílastæðið við gangnamunnan Reyðarfjarðarmegin
Fararstjórar: Kristinn Þorsteinsson, Róbert Beck og Fríða Bragadóttir, sími:864-7694.
Verð kr. 1500.-

Kl 17:30
10. Saxa – Fjöruferð. Gönguferð fyrir alla fjölskylduna
Mæting við sjávarhverinn Söxu milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.
Gengið frá Söxu með ströndinni til Stöðvarfjarðar.
Vogar,víkur og nes skoðuð á leiðinni. Einstaklega tilkomumikil strandlengja.
Bílar sóttir að Söxu í lok gönguferðar
Fararstjóri Sara Jakobsdóttir, sími 8960349
Verð kr.1.000-

Kl 20.30
Kvöldvaka í frystihúsinu á Stöðvarfirði í umsjá Sköpunarmiðstöðvarinnar.
Lifandi tónlist og fl. óvæntar uppákomur.
Verð kr.1.000-

 

Fimmtudagur 28.júní
Kl 10:00.
11. Gengið á Kistufell 1239m (eitt af fjöllunum fimm í Fjarðabyggð) skorskorskorskor
Mæting við Áreyjar í Reyðarfirði
Fararstjórar: Kristinn Þorsteinsson, Róbert Beck og Fríða Bragadóttir, sími:864-7694.
Verð kr. 1500.-

Kl 17:30
12.Vattarnes gönguferð fyrir alla fjölskylduna.
Mæting við afleggjarann niður að bænum á Vattarnesi við sunnanverðan Reyðarfjörð.
Saga útræðis, byggðar og fl. sögur rifjaðar upp. Gengið út á nesið og til baka.
Fararstjóri: Þóroddur Helgason.Sími: 860-8331.
Verð kr. 1000.-

Kl 20:00
Kvöldvaka og veitingar í Pálsbúð- Kolfreyjustað við norðanverðan Fáskrúðsfjörð.
Í umsjá Göngufélag suðurfjarða
Sagnaþulurinn frábæri Berglind Ósk Agnarsdóttir kveður rímur og skemmtir okkur þetta kvöld ásamt lifandi tónlist og fjöldasöng. Saga Kolfreyjustaðar rifjuð upp.
Veitingar í boði Loðnuvinnslunnar.
Verð kr. 1.000.-

Föstudagur 29.júní
kl 10:00.
13. Gengið á Svartafjall 1021m (eitt af fjöllunum fimm í Fjarðabyggð) skorskor
Mæting á gamla Oddsskarðsveginn Eskifjarðarmegin
Fararstjórar: Kristinn Þorsteinsson, Róbert Beck og Fríða Bragadóttir, sími:864-7694.
Verð kr. 1.500.-

Kl 14:00
14. Harðskafi 650m skorskor
Mæting við kirkju og menningarmiðstöðina á Eskifirði. Gengið frá Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði upp með Bleiksá upp í Ófeigsdal og þaðan inn Harðskafa inn í Þverárdal. Glæsileg fossaröð ytri Þverár skoðuð á niðurleiðinni.Fótspor Erlends úr bókinni Harðskafi eftir Arnald Indriðason leitað.
Fararstjórn Sævar Guðjónsson. Sími 698-6980
Verð krónur 1.500
Kl 20:00
Sjóræningjakvöldvaka á Mjóeyri
Hver veit nema sjóræninginn Svartleggja úr Gulleyjunni mæti á svæðið?
Varðeldur og lifandi tónlist. Aðgangur ókeypis.

Laugardagur 30. júní
kl 10:00.
15. Gengið frá Karlskála til Karlsstaða í Vöðlavík skorskorskor + skor
Mæting við Flesjará við norðanverðan Reyðarfjörð.
Gengið út að Karlsskálabænum og út brúnir í Karlsskálaskarð, þaðan niður með Svartafjalli að Þverá í Vöðlavík og þaðan í Karlsstaði.

Fyrir fótfráa verður í boðið útúrdúr upp á Snæfugl (757m) þaðan sem útsýni er glæsilegt yfir Reyðarfjörð og Vöðlavík.
Veitingar að Karlsstöðum í lok ferðar.

Fararstjóri Sævar Guðjónsson, sími: 698-6980.
Verð kr. 2000.- Veitingar innifaldar í verði.

Kl. 12:00
16. Söguganga um sunnanverða Vöðlavík.
Mæting við Karlsstaði skála Ferðafélags Fjarðamanna í Vöðlavík.(4×4)
Gengið út víkina,og suður fyrir Kirkjubólsá að Þverá,þaðan út að Kirkjubóli og Kirkjubólshöfn. Sögur sagðar af byggðinni í víkinni,útræði og fleiri sögur.
Gamlir og ungir Vöðlavíkingar mæta í gönguna. Veitingar að Karlsstöðum í lok ferðar.
Fararstjóri: Ína D. Gísladóttir, sími: 894-5477.
Verð kr. 2000.- Veitingar innifaldar í verði.

Kl.20:00
Vegleg lokakvöldvaka á Mjóeyri
Útisvið, lifandi tónlist, varðeldur og fl.fl.. Grillveisla í boði Eskju.
Aðgangur ókeypis.

Kl:21:30
Sjóhúspartí á Randulffs-sjóhúsi.
Kvöldskemmtun með leik og söngkonunum Þórunni Clausen og Soffíu Karlsdóttir.
Þær stöllur verða með tónlistar-tímaflakk og fl. þetta kvöld þar sem rifjaðir eru upp gamlir og nýir tímar í tónlistarsögunni.Frábær skemmtun.
18 ára aldurstakamark.
Aðgangur 1000kr.
ATH Allar gönguferðirnar eru númeraðar þ.a. þeir sem eru með gönguvikukort geta séð upphafsstað ferðanna merkta ásamt helstu stöðum er tengjast gönguvikunni.
Hægt er að kaupa göngukort ferðafélags Fjarðamanna og Göngufélags Suðurfjarða á eftirtöldum stöðum.
Neskaupstaður: Fjarðasport, Nesbær og Hótel Edda
Eskifjörður: Bókabúðin Eskja, Shell skálinn og Ferðaþjónustan Mjóeyri.
Reyðarfjörður: Söluskáli Olís, Veiðiflugan og Íslandspóstur.
Stöðvarfjörður: Brekkan
Mjóifjörður: Sólbrekka
Egilsstaðir: Upplýsingamiðstöð ferðamanna

Fyrir börnin:
Náttúru og leikjanámskeið verður alla virku dagana frá kl 09:30-17:00 á vegum Náttúrustofu Austurlands og Ferðaþjónustunnar Mjóeyri.
Forgang hafa börn ,,Göngugarpa”. Nánari upplýsingar og bókanir hjá Berglindi í síma 6960809 eða 4771247.

Frítt er fyrir 16 ára og yngri í gönguvikuna en skilyrði er að börn séu í fylgd með fullorðnum.

Unglingar, fimmtán ára og yngri þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Fjarðabyggðar í fimm fjalla leiknum.
Sundlaugar:
Norðfjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, pottum, gufubaði, líkamsræktarstöð og frábærri sólbaðsaðstöðu. Opið virka daga frá 06:30-20:00 og um helgar frá 10:00-18:00.
Eskifjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, heitum pottum, gufubaði og líkamsræktarstöð. Opið virka daga frá 06:30-20:00 og um helgar frá 10:00-18:00.
Stöðvarfjörður: Lítil útilaug með heitum potti, opin virka daga frá 13:00-19:00, á laugardögum frá 13:00-17:00 og á sunnudögum frá 13:00-18:00.
Fjöllin fimm í Fjarðabyggð
Ferðafélag Fjarðamanna hefur komið fyrir gestabókum og stimplum á fimm fjöll í Fjarðabyggð.
Fjöllin eru: Kistufell 1.239 m, Goðaborg 1.132 m, Hólmatindur 985 m og Hádegisfjall 809 m.
Til þess að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Fjarðabyggðar þarf að kaupa þar til gert stimpilhefti og stimpla í það nefn hvers fjalls þegar komið er á topp þess.
Heftinu er svo framvísað fullstimpluðu til Ínu, sími 894 5477, Urðateigi 8, 740 Neskaupstað.
Í sigurlaun er handunninn verðlaunagripur frá félaginu og mynd af viðkomandi á heimasíðunni www.simnet.is/ffau.
Unglingar, fimmtán ára og yngri, fá sömu viðurkenningu eftir að hafa gengið á þrjú af fimm verðlaunafjöllunum að eigin vali.
Börn og unglingar verða að vera í fylgd fullorðinna.

Stimpilheftin kosta kr. 500.- og fást hjá leiðsögumanni í upphafi ferðar. Gengið er á fjöllin fimm á fimm dögum í gönguvikunni.